Erlent

Bíkíniklæddur borgarstjóri svífur yfir Lundúnum

Andri Eysteinsson skrifar
Khan tekur sig einkar vel út í bikiníinu.
Khan tekur sig einkar vel út í bikiníinu. Vísir/EPA
Gríðarstór blaðra í ímynd Sadiq Khan, borgarstjóra Lundúna svífur nú yfir torginu við þinghús Breta í Westminster í London. Blaðran á að benda á aukna tíðni ofbeldisglæpa í borginni í valdatíð Khan.

Þessi níu metra háa blaðra er svar tjáningarfrelsis-baráttumannsins Yanny Bruere við Donald Trump blöðrunni sem sveif um landið á meðan að á opinberri heimsókn Bandaríkjaforseta stóð.

Á söfnunarsíðu sem Bruere setti upp stendur: „Í ljósi þess að „Trumpbarns“ (e.Baby Trump) blaðran fær að fljúga yfir London á meðan heimsókninni stendur, skulum við gera „Khanbarns“(e.Baby Khan) blöðru og sjá hvort tjáningarfrelsið gildi fyrir alla og hvort Kahn og nefndin leyfi hana.“

Bruere segir að í valdatíð Khan, sem sigraði Zac Goldsmith í borgarstjórakosningunum árið 2016, hafi fjöldi glæpa aukist til muna og Lundúnabúum finnst þeir ekki vera öruggir í borginni lengur.

The Guardian ræddi við Sadiq Khan um blöðruna og var hann léttur í bragði og sagði: „Ef fólk vill eyða peningunum sínum í að sjá mig í gulu bikiní, gjörið svo vel. Ég held samt að gulur sé ekki minn litur.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×