Erlent

Tólf fórust í þyrluslysi í Afganistan

Atli Ísleifsson skrifar
Þyrlan var í eigu moldóvsks fyrirtækis. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Þyrlan var í eigu moldóvsks fyrirtækis. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/AP
Tólf manns hið minnsta fórust í þyrluslysi í norðurhluta Afganistans fyrr í dag.

Alls voru fjórtán um borð í þyrlunni, sem er í eigu moldóvsks fyrirtækis, þegar hún hrapaði til jarðar skömmu eftir að hafa tekið á loft frá flugvelli í borginni Mazar e-Sharif.

Erlendir fjölmiðlar segja að flestir hinna látnu hafa verið afganskir hermenn en að tveir hafi verið úkraínskir ríkisborgarar. Þá hafi einnig fengist staðfest að úkraínskur ríkisborgari hafi komist lífs af í slysinu.

Verið var að flytja skotfæri í þyrlunni og varð mikil sprenging þegar þyrlan hrapaði. Talsmaður afganskra yfirvalda segir að tæknileg mistök hafi valdið slysinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×