Innlent

Ráðist á mann með öxi í Kópavogi

Kjartan Kjartansson skrifar
Átökin eru sögð hafa átt sér stað við Smáralind í Kópavogi en frekari upplýsingar um staðsetningu þeirra voru ekki fáanlegar. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki beint.
Átökin eru sögð hafa átt sér stað við Smáralind í Kópavogi en frekari upplýsingar um staðsetningu þeirra voru ekki fáanlegar. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki beint. Vísir/GVA

Karl og kona voru handtekin vegna átaka þar sem öxi var dregin upp við Smáralind í Kópavogi á sjöunda tímanum í kvöld. Lögregla telur að átökin megi rekja til innheimtu á einhvers konar skuld. Sá sem varð fyrir árásinni er sagður með minniháttar áverka.

Fólkið er sagt þekkjast og að um einhvers konar uppgjör hafi verið að ræða. Samskipti þeirra hafi endaði með átökum þar sem öxi var dregin upp. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru árásaraðilarnir handteknir og eru nú vistaðir í fangageymslu.

Sá sem varð fyrir árásinni er ekki talinn alvarlega særður eftir hana.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.