Erlent

Hlýjasta sumar Englands frá því að mælingar hófust

Andri Eysteinsson skrifar
Þrátlát hitabylgja þjakaði Breta í sumar
Þrátlát hitabylgja þjakaði Breta í sumar Vísir/EPA
Mikil hitabylgja geisaði um Evrópu á meðan Íslendingar þurftu að þola hvern rigningardaginn á fætur öðrum í sumar, hitamet var slegið í Englandi og jafnað í Bretlandi öllu.

Breska ríkissjónvarpið, BBC, greinir frá því að meðalhitastig Englands í sumar hafi verið 17.2°á Celsíus-kvarðanum, fyrra met voru sléttar 17° sumarið 1972, hæst fór hitinn á Englandi upp í 35,3° þann 26. júlí í Faversham í Kent.

Í Bretlandi öllu var meðalhitinn 15.8° á Celsíus og var sumarið því jafnt hlýtt og sumurin 1976, 2003 og 2006. Þau þrjú höfðu áður átt titilinn hlýjustu sumur Bretlands.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×