Fótbolti

Dönsku futsal leikmennirnir töpuðu fyrir Slóvakíu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Danir gætu tapað stórt á sunnudaginn ef knattspyrnusambandið nær ekki sáttum við leikmenn sína
Danir gætu tapað stórt á sunnudaginn ef knattspyrnusambandið nær ekki sáttum við leikmenn sína vísir/getty
Danska landsliðið í fótbolta tapaði 3-0 fyrir Slóvakíu í vináttuleik í kvöld. Danska liðið var einungis skipað leikmönnum úr neðri deildum Danmerkur og futsal leikmönnum.

Danska knattspyrnusambandið á í erfiðum deilum við A-landsliðsmenn sína og hafa þeir neitað að spila í þessu landsleikjahléi.

Slóvakar unnu þó ekki stærri sigur en með þremur mörkum, búist var við því að tölurnar gætu orðið miklu stærri.

Mörk Slóvaka gerðu Adam Nemec og Albert Rusnak ásamt því að Adam Fogt skoraði sjálfsmark. Fogt er landsliðsmaður Dana í futsal.

Leikurinn var aðeins vináttuleikur en það er meiri alvara þegar Danir mæta Wales í Þjóðadeildinni á sunnudaginn.


Tengdar fréttir

Danska landsliðið í hættu á að fá bann frá UEFA

Svo gæti farið að danska karlalandsliðið í fótbolta verði sett í bann af evrópska knattspyrnusambandinu, UEFA vegna deilna á milli knattspyrnusambands Danmerkur og leikmanna landsliðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×