Erlent

Mótmælendur kveiktu í írönsku ræðisskrifstofunni

Andri Eysteinsson skrifar
Mótmælendur kveiktu elda inni í ræðisskrifstofu Íran í borginni Basra.
Mótmælendur kveiktu elda inni í ræðisskrifstofu Íran í borginni Basra. Vísir/AP
Mótmælendur brutust inn í írönsku ræðisskrifstofuna í borginni Basra í suður Írak í dag. Hörð mótmæli hafa staðið yfir í borginni undanfarna daga og hafa þau kostað að minnsta kosti tíu manns lífið. Fréttaveitan AP greinir frá því að mótmælendur hafi brotist inn og kveikt í byggingunni.

Mótmælin í Basra og í öðrum borgum suður-Írak hófust í júlí og vilja mótmælendur binda enda á spillingu stjórnvalda, atvinnuleysi og vilja að stjórnvöld bæti almenningsþjónustu.

Mótmælendur kölluðu slagorð gegn Íran fyrir utan skrifstofurnar, kveiktu í írönskum fána og kveiktu svo í bygginginunni. Margir íbúar Basra telja Íran hafa of mikil áhrif á írösk stjórnmál.

Talsmaður írönsku utanríkisþjónustunnar, Bahram Ghasemi, fordæmdi í viðtali við íranska miðla árásina á ræðisskrifstofuna og staðfesti að engan hafði skaðað í eldsvoðanum.

Ghasemi sagði bygginguna mikið skemmda og kallaði eftir því að þeir sem bæru ábyrgð yrði refsað harðlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×