Erlent

Hættir vegna áreitnimála

Lovísa Arnardóttir skrifar
Alex Salmond í kosningabaráttunni í fyrra
Alex Salmond í kosningabaráttunni í fyrra Vísir/Getty
Alex Salmond, fyrrverandi formaður Skoska þjóðarflokksins og æðsti ráðherra Skotlands, er hættur í flokknum. Þetta tilkynnti hann í löngu bréfi sem hann birti í gær.

Segist hann þurfa að nýta tímann til að einbeita sér að því að verjast ásökunum um að hafa áreitt tvær konur kynferðislega í starfstíð sinni sem formaður flokksins og forsætisráðherra Skota.

Greint var fyrst frá ásökunum gegn honum á fimmtudaginn í síðustu viku. Skoska ríkisstjórnin staðfesti í kjölfarið að tvær kvartanir hefðu borist í janúar og að honum hefði verið tilkynnt um þær í mars.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×