Sigurganga Watford heldur áfram er liðið hafði betur gegn Tottenham

Anton Ingi Leifsson skrifar
Watford fagnar marki í dag.
Watford fagnar marki í dag. Vísir/Getty

Watford er með fullt hús stiga eftir fyrstu fjóra leikina í ensku úrvalsdeildinni eftir 2-1 sigur á Tottenham á Vicarage Road í dag.

Tottenham komst yfir með marki er Abdoulaye Doucore skoraði í eigið net en markið kom á 53. mínútu.

Leikmenn Watford gáfust þó ekki upp. Troy Deeney jafnaði metin á 69. mínútu og sjö mínútum síðar skoraði Craig Cathcart sigurmarkið.

Lokatölur 2-1 sigur Watford og ótrúleg byrjun þeirra í úrvalsdeildinni þetta árið; fjórir sigrar í fjórum leikjum. Liðið á toppnum ásamt Chelsea og Liverpool.

Þetta var fyrsta tap Tottenham í fyrstu fjórum leikjunum en þeir eru með níu stig í fimmta sæti deildarinnar.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.