Fótbolti

Grét af gleði á 9 ára afmælisaginn eftir faðmlag frá hetjunni sinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Johnny Russell
Johnny Russell Vísir/Getty
Skoski knattspyrnumaðurinn Johnny Russell er að gera flotta hluti á sínu fyrsta tímabili í bandarísku MLS-deildinni og hann bræddi líka mörg hjörtu eftir leik síns liðs um helgina.

Johnny Russell gekk til liðs við Sporting Kansas City í janúar síðastliðnum, eftir að hafa spilað í fimm ár með Derby County, og gerði þriggja ára samning.

Russell er með átta mörk og sex stoðsendingar í fyrsta 21 leik sínum í bandarísku deildinni og hefur eignast marga aðdáendur í Kansas City.

Ein af þeim er níu ára gömul stelpa sem var mætt á Children's Mercy Park í gær til að styðja sitt lið og sinn mann. Stelpan hélt upp á skilti allar 90 mínúturnar þar sem stóð: „Johnny Russell, it's my 9th birthday!“ eða á íslensku „Johnny Russell, ég á 9 ára afmæli í dag“.





Þetta fór ekki framhjá hennar manni sem kom inná sem varamaður og innsiglaði 3-0 sigur með sínu áttunda marki á leiktíðinni. Eftir leikinn fór Johnny Russell til stelpunnar.

Myndbandið af Johnny Russell og stelpunni var sett inn á Twitter og hefur vakið mikla athygli. Hann stekkur þar yfir auglýsingaskiltið, fer til hennar og faðmar hana. Að lokum klæðir hann sig úr treyjunni og gefur henni. Stelpan stendur eftir grátandi af gleði og allir stuðningsmenn Sporting Kansas City liðsins klappa fyrir honum og níu vinkonu hans sem átti ógleymanlegan níu ára afmælisdag.

Það má sjá þetta myndband hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×