Vísar á bug að illa sé búið að lögreglunni Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 20. ágúst 2018 18:52 Dómsmálaráðherra vísar á bug tali um að aldrei hafi verið eins illa búið að lögreglunni og nú, þrátt fyrir ábendingar lögreglumanna um annað. Hún er þess fullviss að sjaldan hafi verið jafn vel staðið að öryggi hins almenna borgara. Í fréttum okkar í síðustu viku sögðum við frá því að þrátt fyrir umtalsverða fjölgun verkefna hjá lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu þarf embættið að draga saman í starfsemi sinni. Árið 2009 voru embættin í Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi sameinuð. Umdæmið nær því yfir sjö sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og eru íbúar þeirra um 200 þúsund talsins. Á virkum dögum eru eingöngu 15 lögreglumenn á næturvakt fyrir allt höfuðborgarsvæðið. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra vísar á bug öllu tali um að aldrei hafi verið eins illa búið að lögreglunni. „Rekstaráætlun er lögð fram fyrir öllu embætin og þau hafa heimild til þess að forgangsraða og hreyfa við henni innan ársins. Það held ég til dæmis að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hafi gert í byrjun ársins. Hún sé því í þeirri stöðu í dag að tryggja það að vera innan rammans núna í lok ársins. Það er hennar val hvernig hún forgangsraðar þessu fé. Staðreyndin er sú að fé til löggæslumála aukning á fjárheimildum hefur aldrei verið eins mikil og nú um stundir,“ segir Sigríður. Hún segir það í höndum lögreglustjóra að meta mannaflaþörf hverju sinni og lögregluna hafa nægilegt fé til að tryggja réttaröryggi hér á landi. „Ef það eru fimmtán lögregluþjónar á næturvakt í Reykjavík, þá er það vegna þess að þannig hefur þörfin verið metin,“ bendir hún á. Hún segir það liggja fyrir að lögreglan fái aukið fjármagn og því þurfi að forgangsraða. „Eins og ég hef margoft bent á að frá árinu 2014 hafa lögreglan og löggæslumál fengið auknar fjárheimildir umfram nánast allar aðrar stofnanir ríkisins,“ segir hún að lokum. Tengdar fréttir Bráðamóttakan á Menningarnótt: Ölvun, átök og aukastarfsfólk á vakt Álag á bráðamóttöku Landspítalans er töluvert meira á Menningarnótt en önnur kvöld. 20. ágúst 2018 15:00 Lögreglukona flutt blóðug á sjúkrahús eftir átök við Grensásveg Lögreglukona var flutt með sjúkrabíl á Landspítalann eftir að maður í annarlegu ástandi veittist að lögreglu á gatnamótum Grensásvegar og Miklubrautar skömmu fyrir hádegi í dag. 13. ágúst 2018 12:18 Stunguárás í austurborginni í gær Karlmaður var stunginn nokkrum sinnum í austurborginni í gær. Einnig kviknaði í lýsisverksmiðjunni. 19. ágúst 2018 10:24 Ók ölvaður inn á hátíðarsvæði Menningarnætur Lögregla þurfti í dag að hafa afskipti af ölvuðum ökumanni sem virt hafði lokanir að vettugi. Að öðru leyti fer hátíðin vel af stað. Búist er við miklum fjölda fólks í miðbænum. 18. ágúst 2018 18:37 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Innlent Fleiri fréttir Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Sjá meira
Dómsmálaráðherra vísar á bug tali um að aldrei hafi verið eins illa búið að lögreglunni og nú, þrátt fyrir ábendingar lögreglumanna um annað. Hún er þess fullviss að sjaldan hafi verið jafn vel staðið að öryggi hins almenna borgara. Í fréttum okkar í síðustu viku sögðum við frá því að þrátt fyrir umtalsverða fjölgun verkefna hjá lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu þarf embættið að draga saman í starfsemi sinni. Árið 2009 voru embættin í Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi sameinuð. Umdæmið nær því yfir sjö sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og eru íbúar þeirra um 200 þúsund talsins. Á virkum dögum eru eingöngu 15 lögreglumenn á næturvakt fyrir allt höfuðborgarsvæðið. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra vísar á bug öllu tali um að aldrei hafi verið eins illa búið að lögreglunni. „Rekstaráætlun er lögð fram fyrir öllu embætin og þau hafa heimild til þess að forgangsraða og hreyfa við henni innan ársins. Það held ég til dæmis að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hafi gert í byrjun ársins. Hún sé því í þeirri stöðu í dag að tryggja það að vera innan rammans núna í lok ársins. Það er hennar val hvernig hún forgangsraðar þessu fé. Staðreyndin er sú að fé til löggæslumála aukning á fjárheimildum hefur aldrei verið eins mikil og nú um stundir,“ segir Sigríður. Hún segir það í höndum lögreglustjóra að meta mannaflaþörf hverju sinni og lögregluna hafa nægilegt fé til að tryggja réttaröryggi hér á landi. „Ef það eru fimmtán lögregluþjónar á næturvakt í Reykjavík, þá er það vegna þess að þannig hefur þörfin verið metin,“ bendir hún á. Hún segir það liggja fyrir að lögreglan fái aukið fjármagn og því þurfi að forgangsraða. „Eins og ég hef margoft bent á að frá árinu 2014 hafa lögreglan og löggæslumál fengið auknar fjárheimildir umfram nánast allar aðrar stofnanir ríkisins,“ segir hún að lokum.
Tengdar fréttir Bráðamóttakan á Menningarnótt: Ölvun, átök og aukastarfsfólk á vakt Álag á bráðamóttöku Landspítalans er töluvert meira á Menningarnótt en önnur kvöld. 20. ágúst 2018 15:00 Lögreglukona flutt blóðug á sjúkrahús eftir átök við Grensásveg Lögreglukona var flutt með sjúkrabíl á Landspítalann eftir að maður í annarlegu ástandi veittist að lögreglu á gatnamótum Grensásvegar og Miklubrautar skömmu fyrir hádegi í dag. 13. ágúst 2018 12:18 Stunguárás í austurborginni í gær Karlmaður var stunginn nokkrum sinnum í austurborginni í gær. Einnig kviknaði í lýsisverksmiðjunni. 19. ágúst 2018 10:24 Ók ölvaður inn á hátíðarsvæði Menningarnætur Lögregla þurfti í dag að hafa afskipti af ölvuðum ökumanni sem virt hafði lokanir að vettugi. Að öðru leyti fer hátíðin vel af stað. Búist er við miklum fjölda fólks í miðbænum. 18. ágúst 2018 18:37 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Innlent Fleiri fréttir Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Sjá meira
Bráðamóttakan á Menningarnótt: Ölvun, átök og aukastarfsfólk á vakt Álag á bráðamóttöku Landspítalans er töluvert meira á Menningarnótt en önnur kvöld. 20. ágúst 2018 15:00
Lögreglukona flutt blóðug á sjúkrahús eftir átök við Grensásveg Lögreglukona var flutt með sjúkrabíl á Landspítalann eftir að maður í annarlegu ástandi veittist að lögreglu á gatnamótum Grensásvegar og Miklubrautar skömmu fyrir hádegi í dag. 13. ágúst 2018 12:18
Stunguárás í austurborginni í gær Karlmaður var stunginn nokkrum sinnum í austurborginni í gær. Einnig kviknaði í lýsisverksmiðjunni. 19. ágúst 2018 10:24
Ók ölvaður inn á hátíðarsvæði Menningarnætur Lögregla þurfti í dag að hafa afskipti af ölvuðum ökumanni sem virt hafði lokanir að vettugi. Að öðru leyti fer hátíðin vel af stað. Búist er við miklum fjölda fólks í miðbænum. 18. ágúst 2018 18:37