Innlent

Listasafnið á Akureyri opnar aftur eftir endurbætur

Andri Eysteinsson skrifar
Glæsilegt húsnæði Listasafnsins á Akureyri verður opnað aftur laugardaginn 25.ágúst.
Glæsilegt húsnæði Listasafnsins á Akureyri verður opnað aftur laugardaginn 25.ágúst. MYND/Listasafnið á Akureyri

Næstkomandi laugardag, 25 ágúst verður Listasafnið á Akureyri opnað að nýju eftir miklar endurbætur og stækkun á húsnæði safnsins.

Í tilkynningu frá safninu kemur fram að sýningarsölum fjölgi um sjö og verði nú tólf talsins. Kaffihús verður opnað og sama gildir um safnabúð.

Framkvæmdirnar hafa staðið yfir í rúmt ár og hefur safnahúsið verið að mestu lokað á meðan unnið er að endurbætunum. Með endurbótunum verða byggingarnar tvær sameinaðar með tengibyggingu.

Kostnaður við endurbæturnar nemur um 700 milljón króna.Sex nýjar sýningar verða opnaðar á laugardaginn.

Enginn aðgangseyrir til og með 2. september

Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir mun flytja ávarp sem og Lilja Alfreðsdóttir, Mennta- og menningarmálaráðherra, Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri og safnstjórinn Hlynur Hallsson.

Opnunartími á opnunardag verður milli 15:00 til 23:00, enginn aðgangseyrir verður að safninu til og með sunnudagsins 2.september.

Listamennirnir sem opna sýningar í safninu eru þau Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, Sigurður Árni Sigurðsson, Hjördís Frímann og Magnús Helgason.

Einnig verða opnaðar sýningar á verkum úr eigu Listasafnsins og Listasafns ASÍ og ljósmyndasýningin Frá Kaupfélagsgili til Listagils.

Um þessar mundir fagnar safnið einnig 25 ára afmæli og verður vikulöng opnunar- og afmælisdagskrá þar sem boðið verður upp á ýmsa skemmtun til að mynda djass tónleika og ljóðalestur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.