Innlent

Íkveikjan við Öskju enn til rannsóknar hjá lögreglu

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Við Öskju í gærmorgun.
Við Öskju í gærmorgun. Vísir/Jóhann k. Jóhannsson
Íkveikja við bílaumboðið Öskju er enn til rannsóknar hjá lögreglu, að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns. Átta bílar eyðilögðust í brunanum í gærmorgun.

Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri bílaumboðsins Öskju, segir í samtali við Vísi að engar nýjar vendingar hafi komið fram í málinu síðan í gær af hálfu umboðsins. Málið sé komið í hendur lögreglu sem fari með rannsókn þess.

Sjá einnig: Tjónið metið á tugi milljóna króna

Í gær kom fram að helmingur bílanna sem urðu eldinum að bráð hafi verið í eigu viðskiptavina. Þá hleypur tjónið á tugum milljónum króna. Jón Trausti segir að allir eigendur bílanna hafi verið látnir vita af stöðu mála.

„Þeir eru allir upplýstir og verið er að vinna með tryggingastöðu hvers bíls.“

Kristján Ólafur Guðnason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi í dag að málið sé enn til rannsóknar hjá lögreglu. Hann vildi ekki tjá sig frekar um stöðu rannsóknarinnar. Þegar Vísir náði tali af Kristjáni í gær hafði enginn verið handtekinn í tengslum við íkveikjuna.


Tengdar fréttir

Tjónið metið á tugi milljóna króna

Jón Trausti, framkvæmdastjóri Öskju, segir að augljóslega sjáist í öryggismyndavélum á svæðinu að um íkveikju hafi verið ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×