Golf

Uppselt á Opna breska risamótið í golfi 2019

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rory McIlroy.
Rory McIlroy. Vísir/Getty

Það eru ennþá ellefu mánuðir í Opna breska meistaramótið í golfi en ef þú ætlar að fá miða þá varstu of seinn.

Opna breska meistaramótið fer fram 14. til 17. júlí 2019 og það er uppselt á mótið. Það er ekki einu sinni hægt að fá barnamiða lengur. BBC segir frá.

Mótið fer fram á Royal Portrush en þetta er í fyrsta sinn síðan 1951 þar sem Opna breska meistaramótið fer fram í Norður Írlandi.Áhugasamir geta reyndar ennþá fengið miða á æfingadagana fyrir mótið en allir miðar á keppnisdagana fjóra eru uppseldir.

Gríðarlegur áhugi er á mótinu á Norður Írlandi en þarna gæti Norður-Írinn Rory McIlroy unnið mótið á heimavelli. McIlroy er einn besti kylfingur heims og hefur unnið fjögur risamót þar á meðal Opna breska meistaramótið árið 2014.

Þegar Opna írska meistaramótið í golfi fór fram á þessum velli árið 2012, sem hluti af evrópsku mótaröðinni, þá komu 112 þúsund áhorfendur á mótið. Aldrei áður höfðu komið svo margir á mót á evrópsku mótaröðinni

Mótið eftir ellefu mánuði verður 148. Opna breska meistaramótið frá upphafi en Ítalinn Francesco Molinari vann mótið í ár sem fór fram á Angus vellinum í Skotlandi 19. til 22. júlí.

Ísland átti þá keppenda á Opna breska meistaramótinu í fyrsta sinn en Haraldur Franklín Magnús tryggði sér þáttökurétt þegar hann varð í öðru sæti á úrtökumóti fyrir Opna breska meistaramótið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.