Erlent

Vill að Evrópa taki ábyrgð á eigin vörnum

Samúel Karl Ólason skrifar
Emmanuel Macron, forseti Frakklands.
Emmanuel Macron, forseti Frakklands. Vísir/AP
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir að Evrópa geti ekki lengur reitt á Bandaríkin til að verja sig. Í ræðu fyrir framan sendiherra Frakklands í dag kallaði hann eftir nýrri evrópskri öryggisstefnu vegna aukinnar öfgavæðingar og þjóðernishyggju.

Það væri undir Evrópubúum komið að tryggja eigið öryggi og fullveldi.

Forsetinn ætlar að leggja fram tillögu að aukinni öryggissamvinnu innan Evrópusambandsins á næst um mánuðum og ræða við yfirvöld Rússlands um samband þeirra við Evrópu. Hann sagði þó skilyrði fyrir auknu samstarfi ESB og Rússlands vera að Rússar létu af stuðningi þeirra við aðskilnaðarsinna í Úkraínu og gerðu sitt til að stöðva átökin.



Hann sagði útlit fyrir að bandamenn Evrópu í Bandaríkjunum væru að snúa baki við sameiginlegri sögu heimsálfanna tveggja og vinnu þeirra á undanförnum áratugum.

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur frá því hann tók við embætti og jafnvel áður gagnrýnt fjölmörg ríki Evrópu í Atlantshafsbandalaginu fyrir að verja ekki tveimur prósentum af þjóðarframleiðslu til varnarmála, eins og stofnsamningur NATO segir til um.

Macron gagnrýndi einnig Evrópusambandið og sagði að ekki hefði verið haldið rétt í stjórnartaumana þar undanfarna áratugi.

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×