Dele Alli tryggði Tottenham sigur

Dagur Lárusson skrifar
Dele Alli.
Dele Alli. vísir/getty
Tottenham Hotspur fór með sigur af hólmi gegn Newcastle í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í dag en það var Dele Alli sem skoraði sigurmarkið.

 

Leikurinn byrjaði heldur betur fjörlega en bæði lið virkuðu fersk og tilbúin í slaginn. Eftir aðein nokkra mínútna leik þá fékk Tottenham fyrsta færi leiksins en þá gaf Diame á miðjunni hjá Newcastle boltann beint á Harry Kane á hættulegum stað sem sendi hann á Lucas Moura sem herjaði á vörn Newcastle en skot hans að marki var ekki nægilega gott.

 

Á 9. mínútu fengu liðsmenn Tottenham hornspyrnu sem Christian Eriksen tók. Davinson Sanchez stökk manna hæst í teignum og stangaði boltann í jörðina og á Jan Vertonghen sem skallaði boltann rétt inn fyrir marklínuna og kom sínum mönnum yfir eftir að Atkinson dómari hafði litið á klukku sína og úrskurðað mark.

 

Það tók hinsvegar Newcastle langan tíma að jafna metin því aðeins tveimur mínútum seinna fékk Ritchie boltann á hægri vængnum og gaf hann frábæra fyrirgjöf inná teig þar sem Joselu var mættur og stangaði boltann framhjá Hugo Lloris í markinu.

 

Næstu mínúturnar eftir þetta mark héldu liðsmenn Tottenham þó áfram að sækja og áttu nokkur ágætis færi. Það var síðan á 18. mínútu þar sem Serge Aurier átti frábæra fyrirgjöf á fjær þar sem Dele Alli mætti og skallaði boltann í markið og kom Tottenham yfir á nýjan leik og þannig var staðan í hálfleiknum.

 

Í seinni hálfleiknum tóku liðsmenn Newcastle nánast öll völdin á vellinum og börðust eins og grenjandi ljón, án þess þó að skapa sér mörg góð færi.

 

Þeirra besta færi kom þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum en þá fékk Salomon Rondon boltann rétt fyrir utan teig og tók hann skot að marki sem átti viðstöðu í Vertonghen og fór boltinn yfir Lloris í markinu og beint í þverslánna og náði Davinson Sanchez að koma boltanum frá eftir það.

 

Liðsmenn Newcastle reyndu allt til loka en vörn Tottenham gaf ekki fleiri færi á sér og því fór Tottenham með sigur af hólmi.

 

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira