Enginn Aron Einar í tapi Cardiff

Dagur Lárusson skrifar
Úr leik Bournemouth og Cardiff.
Úr leik Bournemouth og Cardiff. Vísir/Getty
Aron Einar Gunnarsson var fjarri góðu gamni í tapi Cardiff gegn Bournemouth í fyrsta leik Cardiff í ensku úrvalsdeildinni frá árinu 2014.

 

Það voru heimamenn sem voru með tögl og haldir á leiknum og náðu þeir forystunni snemma leiks með marki frá Ryan Fraser.

 

Nokkrum mínútum seinna fengu þeir dæma vítaspyrnu og á punktinn steig Callum Wilson sem lét þó verða hjá sér og var staðan því 1-0 í hálfeiknum.

 

Callum Wilson bætti upp fyrir þetta á síðustu mínútu venjulegt leiktíma þegar hanns skoraði og innsiglaði sigur Bournemouth. Tap í fyrsta leik hjá Cardiff.

 

Fulham eyddi mikið af pening í glugganum í leikmenn eins og Andre Schurrle en fyrsti leikur liðsins í ensku úrvaldeildinni tapaðist þó gegn Crystal Palace 0-2. Það var Jeffrey Schlupp sem skoraði fyrra mark Palace á 41. mínútu en hinn eftirsótti Wilfried Zaha skoraði seinna markið á 80. mínútu.

 

Watford fór með sigur af hólmi gegn Brighton þar sem Roberto Pereyra fór á kostum og skoraði tvíveigis. Fyrra mark hans kom á 35. mínútu en seinna mark hans kom á 54. mínútu en fleiri mörk voru ekki skoruð.

 

Úrslit dagsins:

Huddersfield 0-3 Chelsea

Bournemouth 2-0 Cardiff

Fulham 0-2 Crystal Palace

Watford 2-0 Brighton.

 

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira