Enski boltinn

Upphitun: Sarri, Aron Einar og Gylfi í eldlínunni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Enska úrvalsdeildin hófst í gærkvöldi er Manchester United vann 2-1 sigur á Leicester í opnunarleiknum. Veislan heldur áfram í dag.

Sex leikir eru á dagskránni í dag en Maurizio Sarri stýrir Chelsea meðal annars í fyrsta leik sínum í ensku úrvalsdeildinni. Hann tók við af Antonio Conte í sumar.

Gylfi Sigurðsson og félagar í Everton, sem styrktu sig mikið á lokadegi gluggans, ferðast til Wolves þar sem þeir mæta nýliðum Wolves. Wolves var einnig iðið við kolann á markaðnum í sumar.

Aron Einar Gunnarsson verður að öllum líkindum í byrjunarliði Cardiff sem mætir Bournemouth á útivelli en Cardiff er nýliði í deildinni eins og Wolves.

Tottenham varð fyrsta liðið til þess að fjárfesta engum peningum í sumarglugganum. Þeir ferðast til Newcastle þar sem allt hefur verið í báli og brandi en sá leikur er fyrsti leikur dagsins.

Hér að ofan má sjá upphitunarmyndband fyrir leiki dagsins en hér að neðan má sjá alla leiki dagsins sem og þá sem eru sýndir í beinni.

Leikir dagsins:

11.30 Newcastle - Tottenham (Í beinni á Stöð 2 Sport/HD)

14.00 Bournemouth - Cardiff

14.00 Fulham - Crystal Palace

14.00 Huddersfield - Chelsea (Í beinni á Stöð 2 Sport/HD)

14.00 Watford - Brighton

16.30 Wolves - Everton (Í beinni á Stöð 2 Sport/HD)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×