Enski boltinn

Benitez: Getum ekki breytt því sem gerðist í sumar

Dagur Lárusson skrifar
Rafa Benitez.
Rafa Benitez. vísir/getty
Rafa Benitez, stjóri Newcastle, segir að þrátt fyrir að hann sé ósáttur með félagsskiptagluggann þá sé hann hættur að hugsa um hann og einbeitir sér aðeins að deildinni núna.

 

Benitez hefur mikið talað opinberlega um óánægju sína með félagsskiptamálin hjá félaginu, sérstaklega í sumar, en hann vildi að Newcastle myndi taka skref fram á við frá síðasta tímabili.

 

„Við vorum hólpnir þegar um fimm leikir voru eftir og ég held að allir hjá félaginu hafi verið himinlifandi með það.”

 

„Eftir þannig tímabil þá myndir þú alltaf búast við því að félagið myndi vilja taka skrefið fram á við, en í sumar þá reyndum við okkar besta til þess að bæta okkur, án árangurs.”

 

„En um leið og glugginn lokaði þá vissi ég að ég gæti ekki eytt meiri tíma í að hugsa um hann, við höfum ekki tíma í það. Þetta er tíminn þar sem ég þarf að vera viss um það að miðvarðarparið mitt sé tilbúið að mæta Harry Kane.”

 

„Við verðum að ganga úr skugga um það að allir séu að hugsa um þennan leik og ekkert annað. Við einfaldlega getum ekki breytt því sem gerðist í sumar.”

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×