Telur staðgöngumæðrunarþjónustu ekki brjóta íslensk lög Kristín Ýrr Gunnarsdóttir skrifar 11. ágúst 2018 10:37 Ísraelska staðgöngumæðrunarfyrirtækið Tammuz Nordic ætlar að bjóða íslendingum upp á milligöngu um staðgöngumæðrun í haust en innan Íslands er hún ólögleg. Forsvarsmaður fyrirtækisins fullyrðir að þjónustan stangist ekki á við íslenska löggjöf. Mikkel Raahede, forsvarsmaður fyrirtækisins, segir það þó ekki ólöglegt fyrir Íslendinga að leita erlendis eftir þjónustunni. „Það að finna staðgöngumóður á Íslandi og undirgangast ferlið á Íslandi væri ólöglegt. En það er í raun löglegt fyrir íslenska ríkisborgara að fara til annarra landa þar sem þetta er heimilt, undirgangast staðgönguferlið þar og koma síðan heim með börn sín,” segir hann. Aðspurður afhverju Ísland varð fyrir valinu segir hann beiðnir hafa borist héðan um milligöngu og að hann trúi því að staðgöngumæðrun eigi að vera raunhæfur valkostur sem fólk á að vita um. Staðgöngumæðrun hefur lengi verið umdeild hér á landi en árið 2015 var lagt fyrir alþingi frumvarp til laga um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. Í frumvarpinu var gengið út frá því að milliganga sem þessi væri óheimil. Frumvarpið var aldrei samþykkt á Alþingi. Mikkeler bendir á að það er vandað til verka hjá þeim og mjög ströngum reglum sé fylgt. „Staðgönguferlið yrði að fara fram í Bandaríkjunum, Úkraínu eða í Albaníu. Það er löglegt í fleiri löndum en við viljum ekki vinna þar af því að siðareglur um málefnið eru vafasamar. Þannig vinnum við ekki. Við erum mjög nákvæm þegar við veljum konurnar. Við förum eftir fjölda viðmiðana við valið og vinnum úr stórum hópi kvenna áður en þær eru valdar inn því það er afar mikilvægt að við finnum alveg réttu konurnar,” bendir hann á. Aðspurður hvort hann telji fyrirtækið vera að fara framhjá íslenskri löggjöf telur hann svo ekki vera. „Ég tel okkur ekki fara í kringum reglurnar því það er yfir 30 ára reynsla á staðgöngumæðrun í Bandaríkjunum. Þessi aðferð við að skapa fjölskyldu er réttmæt. Ég tel ósanngjarnt að fólk sé svift þessum möguleika bara af því að það hefur ólíka kynhneigð eða ef kona fæðist án legs. Þetta fólk getur samt orðið foreldrar. Fjöldi fólks getur hjálpað því að gerast foreldrar og ég tel að við eigum að gera því kleift að gera það.” Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Þingmenn slá Íslandsmet Innlent Fleiri fréttir Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Sjá meira
Ísraelska staðgöngumæðrunarfyrirtækið Tammuz Nordic ætlar að bjóða íslendingum upp á milligöngu um staðgöngumæðrun í haust en innan Íslands er hún ólögleg. Forsvarsmaður fyrirtækisins fullyrðir að þjónustan stangist ekki á við íslenska löggjöf. Mikkel Raahede, forsvarsmaður fyrirtækisins, segir það þó ekki ólöglegt fyrir Íslendinga að leita erlendis eftir þjónustunni. „Það að finna staðgöngumóður á Íslandi og undirgangast ferlið á Íslandi væri ólöglegt. En það er í raun löglegt fyrir íslenska ríkisborgara að fara til annarra landa þar sem þetta er heimilt, undirgangast staðgönguferlið þar og koma síðan heim með börn sín,” segir hann. Aðspurður afhverju Ísland varð fyrir valinu segir hann beiðnir hafa borist héðan um milligöngu og að hann trúi því að staðgöngumæðrun eigi að vera raunhæfur valkostur sem fólk á að vita um. Staðgöngumæðrun hefur lengi verið umdeild hér á landi en árið 2015 var lagt fyrir alþingi frumvarp til laga um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. Í frumvarpinu var gengið út frá því að milliganga sem þessi væri óheimil. Frumvarpið var aldrei samþykkt á Alþingi. Mikkeler bendir á að það er vandað til verka hjá þeim og mjög ströngum reglum sé fylgt. „Staðgönguferlið yrði að fara fram í Bandaríkjunum, Úkraínu eða í Albaníu. Það er löglegt í fleiri löndum en við viljum ekki vinna þar af því að siðareglur um málefnið eru vafasamar. Þannig vinnum við ekki. Við erum mjög nákvæm þegar við veljum konurnar. Við förum eftir fjölda viðmiðana við valið og vinnum úr stórum hópi kvenna áður en þær eru valdar inn því það er afar mikilvægt að við finnum alveg réttu konurnar,” bendir hann á. Aðspurður hvort hann telji fyrirtækið vera að fara framhjá íslenskri löggjöf telur hann svo ekki vera. „Ég tel okkur ekki fara í kringum reglurnar því það er yfir 30 ára reynsla á staðgöngumæðrun í Bandaríkjunum. Þessi aðferð við að skapa fjölskyldu er réttmæt. Ég tel ósanngjarnt að fólk sé svift þessum möguleika bara af því að það hefur ólíka kynhneigð eða ef kona fæðist án legs. Þetta fólk getur samt orðið foreldrar. Fjöldi fólks getur hjálpað því að gerast foreldrar og ég tel að við eigum að gera því kleift að gera það.”
Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Þingmenn slá Íslandsmet Innlent Fleiri fréttir Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent