Enski boltinn

Sjáðu fyrsta mark Luke Shaw fyrir United

Dagur Lárusson skrifar
Enska úrvalsdeildin fór aftur af stað í gærkvöldi með viðureign Manchester United og Leicester City þar sem meðal annars Luke Shaw skoraði sitt fyrsta mark fyrir United.

 

Leikurinn byrjaði heldur betur vel fyrir þá rauðklæddu en strax á 2. mínútu leiksins fengu þeir vítaspyrnu eftir að boltinn fór í hendina á varnarmanni Leicester. Á punktinn steig Paul Pogba, sem tók skemmtilegt tilhlaup, og skoraði af miklu öryggi.

 

Staðan var 1-0 allt þar til undir lok leiksins þegar Leicester voru farnir að setja fleiri menn í sóknina til þess að jafna en þá fengu United færi á betri skyndisóknum og náðu þeir að skora annað mark þegar um tíu mínútur voru eftir en það var Luke Shaw sem skoraði markið, en þetta var hans fyrsta mark fyrir félagið.

 

Liðsmenn Leicester neituðu þó að gefast upp og náðu að minnka muninn í uppbótartíma en það var að sjálfsögðu Jamie Vardy sem skoraði eftir að hafa komið inná af bekknum.

 

Sjáðu öll mörk leiksins hér fyrir ofan í spilaranum.

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×