Enski boltinn

Birkir Bjarnason hetja Aston Villa

Dagur Lárusson skrifar
Birkir spilaði allan leikinn á miðjunni hjá Villa.
Birkir spilaði allan leikinn á miðjunni hjá Villa. vísir/getty
Birkir Bjarnason skoraði sigurmark Aston Villa gegn Wigan í uppbótartíma í ensku 1.deildinni í dag.

 

Birkir Bjarnason og félagar í Aston Villa tóku á móti Wigan á meðan Jón Daði og félagar í Reading fór í heimsókn til Nottingam Forrest.

 

Liðsmenn Aston Villa byrjuðu leikinn gegn Wigan mjög vel og náðu forystunni strax á 13. mínútu en það var James Chester sem skoraði markið.

 

Rétt fyrir lok fyrri hálfeiksins náðu gestirnir þó að jafna en þar var á ferðinni Nick Powell og var staðan því jöfn í hálfleiknum.

 

Snemma í seinni hálfleiknum náði Wigan forystunni í fyrsta skiptið í leiknum en það var Callum Connolly sem skoraði markið.

 

Liðsmenn Aston Villa voru þó ekki á þeim buxunum að gefast upp og náðu að jafna metin átta mínútum seinna þegar Cheyenne Dunkley varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark.

 

Allt stefndi í jafntefli en þá steig Birkir Bjarnason fram og skoraði sigurmarkið og tryggði sínum mönnum stigin þrjú.

 

Það var fátt um fína drætti í fyrri hálfleiknum hjá Reading og Nottingham Forrest og var því markalaust í hálfleiknum. Í seinni hálfleiknum var það El-Arbi Hilal Soudani sem skoraði fyrir Forrest og reyndist það eina mark leiksins. Jón Daði spilaði allan leikinn í liði Reading.

 

Hér fyrir neðan má sjá úrslit úr leikjum dagsins.

Aston Villa 3-2 Wigan

 

Blackburn Rovers 0-0 Millwall

 

Bolton 2-2 Bristol City

 

Middlesbrough 1-0 Birmingham

 

Norwich 3-4 West Brom

 

Nottingham Forest 1-0 Reading

 

QPR 1-2 Sheffield United

 

Rotherham 1-0 Ipswich 

 

Sheffield Wednesday 1-1 Hull City

 

Stoke City 1-1 Brentford

 

Swansea 1-0 Preston

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×