Leeds valtaði yfir lærisveina Lampard

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Kemar Roofe skoraði tvö mörk í dag
Kemar Roofe skoraði tvö mörk í dag Vísir/Getty
Leeds vann annan leikinn í röð í ensku fyrstu deildinni þegar liðið burstaði Derby County á útivelli í dag.

Marcelo Bielsa tók við liði Leeds í sumar og hann hefur byrjað mjög vel með liðið, sex stig eftir tvo leiki. Andstæðingur hans í dag tók einnig við sínu liði í sumar. Frank Lampard er hins vegar rétt að hefja þjálfaraferil sinn, þetta er hans fyrsta starf og þurfti hann að þola fyrsta stórtapið í dag.

Gestirnir frá Leeds byrjuðu kröftuglega og komust yfir strax á 5. mínútu. Mat Klich skoraði með langskoti af um 20 metra færi.

Heimamenn náðu þó að svara með marki frá Tom Lawrence stuttu síðar en Derby komst aftur yfir og staðan 2-1 eftir 21. mínútu. Þannig stóðu leikar þegar liðin gengu til hálfleiks.

Leikmenn Leeds réðu öllu inni á vellinum og bættu við tveimur mörkum í seinni hálfleik, Kemar Roofe og Esgjan Alioski gerðu þau.

Flottur leikur frá Leeds og Bielsa heillar kollega sína á Englandi strax frá upphafi. Sigurinn setur Leeds í annað sæti deildarinnar, en mótið er þó aðeins nýhafið.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira