Enski boltinn

Aron Einar frá næstu vikur

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson. Vísir/Getty
Aron Einar Gunnarsson verður frá næstu vikurnar í liði Cardiff í ensku úrvalsdeildinni. Hann hefur ekki náð sér fullkomlega af meiðslum sem hrjáðu hann í vor.

Cardiff snéri aftur í ensku úrvalsdeildina í dag þegar liðið sótti Bournemouth heim. Aron Einar var fjarverandi í leikmannahóp Cardiff sem tapaði leiknum 2-0.

Landsliðsfyrirliðinn var ekki með í síðasta vináttuleik Cardiff fyrir mótið en hann byrjaði alla þrjá leiki Íslands á HM í Rússlandi í júní.

„Gunnars mun líklega verða frá næstu tvær vikur,“ sagði knattspyrnustjórinn Neil Warnock við blaðamenn eftir tapið gegn Bournemouth í dag.

„Við viljum fá hann hægt og rólega til baka í stað þess að setja hann strax inn og sjá hann brotna niður aftur. Það er enginn ástæða til þess að flýta endurkomu hans þegar við fáum Harry Arter inn.“

Næsti leikur Cardiff er eftir viku, laugardaginn 18. ágúst, gegn Newcastle á heimavelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×