Enski boltinn

Sarri: Tveir mánuðir þar til Chelsea kemst í sitt besta form

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sarri á hliðarlínunni í dag
Sarri á hliðarlínunni í dag Vísir/Getty
Chelsea byrjaði tímabilið í ensku úrvalsdeildinni á þægilegum 3-0 sigri á Huddersfield. Þrátt fyrir það varaði knattspyrnustjórinn Maurizio Sarri við því að það tæki liðið tíma að ná sínu besta.

Sarri tók við liði Chelsea í sumar. Undirbúningstímabilið var ekki eins og best hefði á kosist þar sem margir lykilmenn Chelsea fengu langt sumarfrí vegna heimsmeistaramótsins í Rússlandi.

„Þetta er búið að verea mjög erfitt. Við fengum fjóra leikmenn til baka úr fríi á mánudag og aðra tvo á þriðjudag,“ sagði Sarri eftir leikinn í dag.

Hversu langan tíma mun taka fyrir liðið að komast í sitt besta form? „Það veltur á mér og leikmönnunum. Ég veit það ekki alveg, vonandi bara tvo mánuði en ekki þrjá.“

„Ég þarf að læra inn á leikmennina og aðlaga mig að þeim.“

Næsti leikur Chelsea er stórleikur og Lundúnaslagur gegn Arsenal á Stamford Bridge eftir viku, laugardaginn 18. ágúst.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×