Enski boltinn

Upphitun: Englandsmeistararnir hefja titilvörnina á Emirates

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Vincent Kompany lyfti bikarnum í vor
Vincent Kompany lyfti bikarnum í vor vísir/getty
Fyrsta umferð ensku úrvalsdeildarinnar klárast í dag með stórleik á Emirates þar sem Arsenal tekur á móti Manchester City. Jóhann Berg Guðmundsson mætir aftur til leiks í liði Burnley.

Þrír leikir fara fram í ensku deildinni í dag. Stærsta viðureignin er jafnframt sú síðasta, leikur Arsenal og Englandsmeistara Manchester City á Emirates.

Arsenal mætir til leiks með nýjan mann í brúnni í fyrsta skipti í 22 ár eftir að Arsene Wenger hætti með liðið í vor. Unai Emery fær stóra prófraun í fyrsta leik sínum með liðið. Lið Pep Guardiola sló hvert metið á fætur öðru síðasta vetur og vann deildina örugglega.

Fyrr um daginn tekur Jurgen Klopp á móti Manuel Pellegrini á Anfield. Liverpool stóð sig hvað best allra liðanna á Englandi í félagsskiptaglugganum að matri flestra sérfræðinga í boltanum. Leikmenn hans byrja á heimavelli gegn West Ham undir stjórn Pellegrini.

Á sama tíma fer Jóhann Berg Guðmundsson á suðurströndina og mætir Southampton. Burnley er nú þegar farið af stað í keppnisleikjum því liðið tekur þátt í forkeppni Evrópudeildarinnar og hefur Jóhann Berg verið fastamaður í liði Burnley í þeim leikjum líkt og síðasta vetur. Hann mun því að öllum líkindum verða í eldlínunni í dag.

Leikir dagsins:

12:30 Liverpool - West Ham, í beinni á Stöð 2 Sport/HD

12:30 Southampton - Burnley

15:00 Arsenal - Manchester City, í beinni á Stöð 2 Sport/HD




Fleiri fréttir

Sjá meira


×