Enski boltinn

Richarlison: Ég lít á Silva sem föður

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Richarlison fagnar marki sínu
Richarlison fagnar marki sínu Vísir/Getty
Richarlison fór vel af stað með nýju félagi í ensku úrvalsdeildinni, hann skoraði bæði mörk Everton í 2-2 jafntefli við Wolves í gær. Hann segist standa í þakkarskuld við Marco Silva.

Silva keypti Richarlison til Watford síðasta sumar og tók hann með sér til Everton ári seinna.

„Ég er mjög ánægður með að hafa skorað tvö mörk. Þetta var mjög erfiður leikur því við þurftum að hlaupa tvöfalt meira en venjulega,“ sagði Brasilíumaðurinn eftir leikinn í gær. Everton var manni færri hálfan leikinn.

„Ég veit hvaða skyldur ég hef. Stjórinn hefur gefið mér frjálsræði til þess að spila minn leik í sóknarleiknum svo ég veit hvað ég á að gera á vellinum.“

„Ég horfi á Marco sem föður. Hann kom til Brasilíu til þess að taka mig með sér aftur til Englands og ég mun alltaf eiga líf mitt honum að þakka,“ sagði Richarlison.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×