Enski boltinn

Sjáðu aukaspyrnumark Neves og öll hin mörkin úr leikjum gærdagsins

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Enska úrvalsdeildin er komin aftur í gang og fóru sex leikir í fyrstu umferðinni fram í gær. Sextán mörk voru skoruð og var enginn leikur markalaus.

Marklínutæknin lét sjá sig strax í fyrsta leik dagsins. Jan Vertonghen kom Tottenham yfir snemma leiks gegn Newcastle og boltinn fór aðeins sex millimetra yfir línuna. Hárfínt, en löglegt.

Það var nóg um að vera í lokaleiknum þar sem Everton sótti Wolves heim. Nýi maðurinn Richarlison kom Everton tvisvar yfir en nýliðarnir létu ekki bugast og komu til baka og náðu í jafntefli.

Öll mörkin og helstu atvik úr leikjum dagsins má sjá í myndböndunum með fréttinni.

Newcastle - Tottenham 1-2
Wolverhampton - Everton 2-2
Huddersfield - Chelsea 0-3
Watford - Brighton 2-0
Fulham - Crystal Palace 0-2
Bournemouth - Cardiff 2-0



Fleiri fréttir

Sjá meira


×