Enski boltinn

Klopp: Við erum ekki einu keppinautar City

Dagur Lárusson skrifar
Jurgen Klopp.
Jurgen Klopp. vísir/getty
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hneykslaði sig á spurningu fréttamanna eftir sigur Liverpool á West Ham í dag.

 

Í viðtali eftir leikinn sögðu fréttamenn að Liverpool væru stærstu keppinautur Manchester City um titilinn en Klopp er ekki sammála því.

 

„Ég gæti ekki haft minni áhyggjur af því hvað aðrir segja um okkur. Við sögðum það fyrir leikinn, það sem fólk segir um okkur er stundum gaman að heyra en stundum er leiðinlegt að heyra það, en það er aldrei mikilvægt.“

 

„Það sem er mikilvægast er að við vitum hvað við viljum vera, og við viljum berjast um titilinn. Hvernig getum við verið séðir sem eitthvað annað en bara eitt af mörgum liðum sem er að keppast um titilinn? Við erum ekki búnir að vinna neitt síðustu árin, og það er sannleikurinn.“

 

„Hin liðin í kringum okkur eru svo sannarlega ekki orðin veikari, þannig hvers vegna erum við séðir sem einu keppinautar Manchester City?“

 

„Þetta er eitthvað sem gerist bara á Englandi, semagt að þú vinnir félagsskiptamarkaðinn. Það er einfaldlega ekki hægt. Við vildum bæta okkur í þeim stöðum sem við vildum og við gerðum það, öll hin liðin hafa verið að gera það síðustu árin.“

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×