Enski boltinn

Cech: Þetta mun hjálpa okkur að vaxa

Dagur Lárusson skrifar
Úr leiknum í dag.
Úr leiknum í dag. vísir/getty
Petr Cech, leikmaður Arsenal, segir að tap liðsins gegn Manchester City í dag muni hjálpa liðinu að vaxa og bæta sig.

 

Manchester City var ekki í miklum vandræðum með Arsenal en það voru Raheem Sterling og Bernando Silva sem skoruðu mörkin sem skildu liðin að. Petr Cech er þó bjartsýnn á framhaldið.

 

„Þetta hefði getað farið verr, en hefði líka getað farið betur.“

 

„Í seinni hálfleiknum þá náðum við að láta þá gera nokkur mistök í þeirra spili og þar með fengum nokkur færi.“

 

„Okkur skorti sköpunargleði á þeirra vallarhelming og snertingar okkar og sendingar voru ekki nægilega góðar. Þegar þú spilar gegn svona liði, með svona mikil gæði þá ertu alltaf að fara að vera í einhverjum vandræðum.“

 

„Þegar allt kemur til alls þá muntu óhjákvæmilega gera mistök gegn þeim, en mér finnst við þó hafa staðið okkur ágætlega og það er synd að við skulum ekki hafa nýtt nein af þeim færum sem við fengum.“

 

„Þetta var fyrsti leikur okkar undir nýjum stjóra og ég held að þetta muni bara hjálpa okkur að vaxa.“

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×