Innlent

Telur það ekki virðingarleysi að nota íslenska þjóðsönginn í auglýsingaskyni

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Þingmaður Pírata hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi í haust til breytingar á lögum um íslenska þjóðsönginn. Hann efast um að lögin standist ákvæði stjórnarskárinnar um tjáningarfrelsi.

Helgi Hrafn Gunnarsson.Skjáskot/Stöð 2
Í lögum um þjóðsöng Íslendinga kemur fram að hann megi ekki flytja eða birta í annarri mynd en hinni upprunalegu gerð. Óheimilt er að nota þjóðsönginn á nokkurn hátt í viðskipta- eða auglýsingaskyni.

Helgi Hrafn Gunnarsson telur ákvæði laganna stangast á við tjáningarfrelsi stjórnarskrárinnar.  

„Ég fæ ekki séð hvernig lögin, eins og þau eru í dag, standist tjáningarfrelsisákvæði stjórnarakrárinnar. Núgildandi tjáningarfrelsisákvæði komu 12 árum eftir að þessi lög voru sett,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata.

Hann hefur lokið við gerð frumvarpsins, en vinnan tók einungis eina kvöldstund.

Frumvarpið á að auðvelda notkun þjóðsöngsins, hvort sem það er í auglýsingaskyni eða ekki. 

Lög um þjóðsöng ÍslendingaSkjáskot úr frétt
„Ég er ekki á þeirri skoðun að það sé á nokkurn hátt virðingarleysi gagnvart þjóðsöngnum að nota hann í auglýsingaskyni eða flytja hann öðruvísi en í sinni upprunalegu mynd. Þvert á móti finnst mér það vera honum til tekna og sóma að vera notaður meira. Að vera notaður í nýjum listaverkum eða vera fluttur í frumlegri mynd. Ég skil ekki af hverju við ætlum að hóta fólki sektum eða fangelsisvist fyrir að gera það. Mér finnst það fráleitt,“ segir Helgi Hrafn.

Þá segir hann það misskilning að hann sé að leggja til breytingar á þjóðsöngnum sjálfum

„Þvert á móti, ég vil endilega auka frelsi fólks til að nota hann,“ segir Helgi Hrafn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×