Golf

Tiger annar þegar Koepka vann annað risamótið í röð

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Þessir tveir voru bestir á PGA meistaramótinu
Þessir tveir voru bestir á PGA meistaramótinu vísir/getty

Síðasta risamót ársins í karlaflokki fór fram á Bellerive vellinum í Bandaríkjunum um helgina þar sem PGA meistaramótið fór fram en því lauk í gærkvöldi.

Fór að lokum svo að Bandaríkjamaðurinn Brooks Koepka reyndist hlutskarpastur en hann spilaði á samtals sextán höggum undir pari. Hann var með forystu fyrir lokahringinn og sigldi sigrinum heim með góðri spilamennsku á síðasta hring.

Annar sigur Koepka á risamóti í ár en hann vann einnig Opna bandaríska mótið á þessu ári.

Í öðru sæti varð enginn annar en Tiger Woods en hann lék frábært golf á lokahringnum þar sem hann spilaði best allra. Hann endaði hins vegar tveimur höggum á eftir Koepka, á fjórtán höggum undir pari.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.