Erlent

Tæplega fjörutíu féllu í sprengingu

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Björgunarfólk leitar í húsarústum eftir sprenginguna.
Björgunarfólk leitar í húsarústum eftir sprenginguna. Vísir/Getty

Að minnsta kosti 39 fórust, þar af tólf börn, í sprengingu í bænum Sarmada í norðvesturhluta Sýrlands í gær. Búist er við að tala látinna sé líkleg til að hækka.

Ekki er vitað hvað orsakaði sprenginguna en hún jafnaði hús í bænum við jörðu. Talið er að uppreisnarmenn og fjölskyldur þeirra hafi leitað skjóls í húsunum.

Sarmada er í Idlib-héraði en héraðið er síðasta stóra landsvæðið sem enn er á valdi uppreisnarmanna. Undanfarna mánuði hefur sýrlenski stjórnarherinn, dyggilega studdur af Rússum og Írönum, sótt hart fram gegn þeim uppreisnarmönnum og öfgahópum sem enn eru starfræktir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.