Erlent

Háhyrningurinn losað sig við kálfshræið

Stefán Ó. Jónsson skrifar
J35 bar kálfinn á trjónunni í 17 daga hið minnsta.
J35 bar kálfinn á trjónunni í 17 daga hið minnsta. Vísir/AP
Vísindamenn segja að háhyrningur, sem bar dauðan kálf sinn langa leið í rúmlega tveir vikur, hafi sagt skilið við hræ kálfsins. Málið vakti heimsathygli, enda þótti mörgum það vera lýsandi fyrir hvers megnug móðurástin getur verið.

Vísindamenn í hvalarannsóknarstöð í Washington-fylki segjast hafa séð til háhyrningsins á laxveiðum um helgina, án hræsins. Kálfurinn er talinn hafa drepist skömmu eftir að hann kom í heiminn þann 24. júlí síðastliðinn. Háhyrningurinn hafi því skilið við hræ kálfsins eftir hið minnsta 17 daga, þegar það var byrjað að rotna.

Vísindamennirnir eru á vef Guardian sagðir fagna því að dýrið sé aftur farið að hegða sér „með eðlilegum hætti.“ Þeir segja að rúmlega 3 ár séu liðin síðan að háhyrningur bar heilbrigt afkvæmi á þessum slóðum, skammt frá Vancouver-eyju við vesturströnd Bandaríkjanna og Kanada.

Fjörutíu háhyrningar af þessari fágætu tegund hafi komið í heiminn á síðastliðnum 20 árum. Á sama tíma hafi 72 dýr drepist. Nú er svo komið að aðeins 75 skepnur af þessari háhyrningategund eru taldar á lífi í náttúrunni.

Til þess að sporna við frekari hnignun stofnsins segja vísindamenn nauðsynlegt að stuðla að fjölgun villtra laxa í norðausturhluta Kyrrahafsins, þar sem J35 heldur sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×