Fótbolti

Rúnar valinn í lið umferðarinnar eftir fyrsta leik

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Rúnar Alex heillaði með fyrstu frammistöðu sinni í frönsku úrvalsdeildinni
Rúnar Alex heillaði með fyrstu frammistöðu sinni í frönsku úrvalsdeildinni vísir/getty
Rúnar Alex Rúnarsson var valinn í lið unferðarinnar hjá franska miðlinum L'Equipe eftir frumraun sína í frönsku úrvalsdeildinni um helgina.

Rúnar Alex kom til Dijon frá Nordsjælland í sumar og var mættur í markið í fyrsta leik liðsins í deildinni. Dijon vann 2-1 útisigur á Montpellier þar sem Rúnar stóð sig mjög vel og átti margar flottar vörslur.

Hann er fyrsti íslenski markvörðurinn til þess að spila í einni af fimm stærstu deildum Evrópu.

Næsti leikur Dijon er um næstu helgi gegn Nantes sem er með Kolbein Sigþórsson innan sinna raða.

Úrvalsliðið má sjá hér að neðan.



 


Tengdar fréttir

Rúnar Alex byrjaði á sigri í Frakklandi

Rúnar Alex Rúnarsson náði ekki að halda marki sínu hreinu í frumraun sinni í frönsku úrvalsdeildinni. Dijon sótti sigur gegn Montpellier á útivelli með sigurmarki í uppbótartíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×