Erlent

Aretha Franklin sögð alvarlega veik

Bergþór Másson skrifar
Aretha kemur fram á tónleikum í fyrra.
Aretha kemur fram á tónleikum í fyrra. Vísir/Getty

Söngkonan og sálargoðsögnin Aretha Franklin er sögð „alvarlega veik“ og á leiðinni yfir móðuna miklu. BBC greinir frá þessu.

Franklin er 76 ára gömul og hætti við að koma fram á skipulögðum tónleikum fyrr á árinu vegna slæmrar heilsu.

Dægurmálasíðan TMZ segir einnig frá því að Aretha gæti dáið hvenær sem er.

Franklin hefur unnið til 18 Grammy verðlauna og er ein söluhæsta tónlistarkona allra tíma.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.