Lífið

Einbýlishús í Garðabæ til sölu á tæplega tvö hundruð milljónir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Húsið var byggt árið 2010.
Húsið var byggt árið 2010.

Fasteignasalan Kaupsýslan er með tæplega fjögur hundruð fermetra einbýlishús við Hjálmakur í Garðabæ á söluskrá og er ásett verð 190 milljónir króna.

Um er að ræða 382,6 fermetra einbýlishús með aukaíbúð í hinu vinsæla Akrahverfi í Garðabæ.

Eignin er öll hin glæsilegasta og er gólfhiti í húsinu með hitastýringu í hverju herbergi. Fjögur rúmgóð barnaherbergi, öll með fataskápum og sérsmíðuðum skrifborðum og hjónasvíta er með innréttuðu fataherbergi og baðherbergi innaf.

Samtals eru sex svefnherbergi í húsinu að aukaíbúð meðtaldri.

Húsið var byggt árið 2010 og er fasteignamatið 157 milljónir. Húsið stendur á 730 fermetra eignalóð en hér að neðan má sjá myndir af eigninni.

Borðstofan glæsileg.
Eldhúsið virkilega smekklegt.
Baðherbergið af dýrari gerðinni.
Nóg er plássið fyrir skíðatækið fyrir framan sjónvarpið.
Glæsilegt eldhúð inni í aukaíbúðinni.
Pallurinn hið glæsilegasti.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.