Erlent

Fengu milljarða til framkvæmda

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Um 200 metra hluti brúarinnar hrundi.
Um 200 metra hluti brúarinnar hrundi. NORDIC PHOTOS/AFP
Framkvæmdastjórn ESB svaraði ítölskum stjórnvöldum fullum hálsi í gær. Þau síðarnefndu höfðu fullyrt að útgjaldareglur ESB hefðu staðið í vegi fyrir því að hægt væri að taka vegakerfi landsins í gegn.

Minnst 39 týndu lífi þegar brú á A10-hraðbrautinni, skammt frá Genúa, hrundi á þriðjudag.

„Á árunum 2014-2020 mun Ítalía fá um 2,5 milljarða evra í gegnum uppbyggingarsjóð ESB til að lagfæra lesta- og vegakerfi landsins,“ sagði talsmaður framkvæmdastjórnarinnar. Sú upphæð er andvirði ríflega 300 milljarða íslenskra króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×