Enski boltinn

Stjóri Gylfa: Sigurinn þýðingarmikill fyrir stuðningsmennina

Anton Ingi Leifsson skrifar
Silva var ánægður í leikslok.
Silva var ánægður í leikslok. vísir/getty
Marco Silva, stjóri Everton, segir að sigur Everton gegn Southampton í úrvalsdeildinni í dag hafi þýtt mikið fyrir stuðningsmenn félagsins.

„Þetta eru mikilvæg þrjú stig fyrir okkur. Það var einnig mikilvægt að þetta hafði mikla þýðingu fyrir stuðningsmennina,” sagði Marco í samtali við fjölmiðla í leikslok.

„Við gerðum mjög vel í fyrri hálfleik en við reyndum að gera hlutina öðruvísi í síðari hálfleik og stjórna leiknum. Við gerðum það of hægt og markið gaf Southampton trú.”

„Eftir 25-30 mínútur í síðari hálfleik þá fengum við færin til þess að skora þriðja markið og við hefðum verðskuldað það. Eina sem ég er óánægður með er að fá á mig mark úr föstu leikatriði.”

Everton keypti Richarlison frá Watford í sumar en hann hefur byrjað vel. Hann er kominn með þrjú mörk í fyrstu tveimur leikjunum og Silva er ánægður með hann.

„Mér líkar ekki við að tala um einstaklinga en Richarlison er drengur sem leggur mikið á sig, nýtur þess að vera hér og hjálpar samherjum sínum. Við erum að hjálpa honum einnig.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×