Segir brýnt að sameina FME og Seðlabankann Þorbjörn Þórðarson skrifar 18. ágúst 2018 21:15 Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands Vísir/ÞÞ Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands segir að sú staðreynd að Fjármálaeftirlitið og Seðlabanki Íslands séu enn tvær aðgreindar, sjálfstæðar stofnanir sé vísbending um að Íslendingar hafi ekki dregið rétta lærdóma af banka- og gjaldeyrishruninu 2008. Í fjórum skýrslum sérfræðinga, sem hafa komið út á síðustu árum, er mælt með sameiningu þessara stofnana. Eftir bankahrunið 2008 var hávær umræða um að sameina þyrfti að nýju Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, FME. Þetta var þó ekki gert heldur var samstarf þessara stofnana aukið í staðinn. Í ársbyrjun 2011 var undirritaður nýr samstarfssamningur milli Seðlabankans og FME. Í maí 2014 samþykkti Alþingi svo lög um fjármálastöðugleikaráð, sérstakan samstarfsvettvang þessara stofnana og tók ráðið til starfa sama ár. Ráðið hefur fundað nokkrum sinnum á ári í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Það sem af er þessu ári hefur ráðið fundað þrisvar. Siðast hinn 26. júní síðastliðinn.Á síðustu árum hafa komið út fjórar skýrslur sérfræðinga þar sem mælt er með sameiningu FME og Seðlabankans. Megintillaga finnska bankasérfræðingsins Kaarlo Jännari í skýrslu frá mars 2009 var var að sameina Seðlabanka Íslands og FME eða setja þessar tvær stofnanir undir sömu yfirstjórn. Svíinn Mats Josefsson lagði til í annarri skýrslu frá nóvember 2011 að það myndi styrkja fókus og skilvirkni FME ef að bæði þjóðhags- og eindarvarúð yrði flutt til Seðlabankans en Fjármálaeftirlitið sinnti eingöngu eftirlitshlutverki. Breski bankamaðurinn Sir Andrew Large lagði til í skýrslu sem hann vann fyrir Seðlabankann í maí 2012 að Fjármálaeftirlitið yrði fært inn í Seðlabankann. Kaarlo Jännari vann svo aðra skýrslu í október 2012 ásamt Gavin Bingham og Jóni Sigurðssyni en þremenningarnir lögðu til, orðrétt að: „Samþætta ætti í tveimur áföngum Seðlabanka og Fjármálaeftirlit í einni stofnun sem fari með yfirstjórn peninga- og fjármála á Íslandi.“ Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði segir blasa við að sameina þurfi þessar stofnanir á ný.„Hvað höfum við í rauninni lært af hruninu? Ein helsta gagnrýnin var sú að það væru margir aðilar sem bæru ábyrgð á bönkunum og fjármálastöðugleika. Það er enn þannig. Það eru tveir aðilar sem bera ábyrgð á fjármálastöðugleika. Allir erlendir ráðgjafar segja að þetta fyrirkomulag gangi ekki upp. Seðlabankinn eigi að taka einn ábyrgð á fjármálastöðugleika, enda er hann lánveitandi til þrautavara. Miðað við hvað það er fátt fólk á Íslandi er í raun fáránlegt að vera með tvær greiningardeildir, í Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu, til að greina sama hlutinn,“ segir Ásgeir. Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira
Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands segir að sú staðreynd að Fjármálaeftirlitið og Seðlabanki Íslands séu enn tvær aðgreindar, sjálfstæðar stofnanir sé vísbending um að Íslendingar hafi ekki dregið rétta lærdóma af banka- og gjaldeyrishruninu 2008. Í fjórum skýrslum sérfræðinga, sem hafa komið út á síðustu árum, er mælt með sameiningu þessara stofnana. Eftir bankahrunið 2008 var hávær umræða um að sameina þyrfti að nýju Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, FME. Þetta var þó ekki gert heldur var samstarf þessara stofnana aukið í staðinn. Í ársbyrjun 2011 var undirritaður nýr samstarfssamningur milli Seðlabankans og FME. Í maí 2014 samþykkti Alþingi svo lög um fjármálastöðugleikaráð, sérstakan samstarfsvettvang þessara stofnana og tók ráðið til starfa sama ár. Ráðið hefur fundað nokkrum sinnum á ári í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Það sem af er þessu ári hefur ráðið fundað þrisvar. Siðast hinn 26. júní síðastliðinn.Á síðustu árum hafa komið út fjórar skýrslur sérfræðinga þar sem mælt er með sameiningu FME og Seðlabankans. Megintillaga finnska bankasérfræðingsins Kaarlo Jännari í skýrslu frá mars 2009 var var að sameina Seðlabanka Íslands og FME eða setja þessar tvær stofnanir undir sömu yfirstjórn. Svíinn Mats Josefsson lagði til í annarri skýrslu frá nóvember 2011 að það myndi styrkja fókus og skilvirkni FME ef að bæði þjóðhags- og eindarvarúð yrði flutt til Seðlabankans en Fjármálaeftirlitið sinnti eingöngu eftirlitshlutverki. Breski bankamaðurinn Sir Andrew Large lagði til í skýrslu sem hann vann fyrir Seðlabankann í maí 2012 að Fjármálaeftirlitið yrði fært inn í Seðlabankann. Kaarlo Jännari vann svo aðra skýrslu í október 2012 ásamt Gavin Bingham og Jóni Sigurðssyni en þremenningarnir lögðu til, orðrétt að: „Samþætta ætti í tveimur áföngum Seðlabanka og Fjármálaeftirlit í einni stofnun sem fari með yfirstjórn peninga- og fjármála á Íslandi.“ Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði segir blasa við að sameina þurfi þessar stofnanir á ný.„Hvað höfum við í rauninni lært af hruninu? Ein helsta gagnrýnin var sú að það væru margir aðilar sem bæru ábyrgð á bönkunum og fjármálastöðugleika. Það er enn þannig. Það eru tveir aðilar sem bera ábyrgð á fjármálastöðugleika. Allir erlendir ráðgjafar segja að þetta fyrirkomulag gangi ekki upp. Seðlabankinn eigi að taka einn ábyrgð á fjármálastöðugleika, enda er hann lánveitandi til þrautavara. Miðað við hvað það er fátt fólk á Íslandi er í raun fáránlegt að vera með tvær greiningardeildir, í Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu, til að greina sama hlutinn,“ segir Ásgeir.
Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira