Erlent

Almættið bannar notkun orðsins Mormóni

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Þetta eru ekki Mormónar. Þetta eru fylgjendur Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu í Utah.
Þetta eru ekki Mormónar. Þetta eru fylgjendur Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu í Utah. Vísir/Getty
Guð almáttugur hefur gefið það út að Mormónar skuli ekki lengur kallast Mormónar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu í Utah.

Það var Russell Nelson, leiðtogi og spámaður kirkjunnar sem tók við þessum skilaboðum frá almættinu á dögunum. Nelson, sem er 93 ára gamall, tók við embættinu í byrjun árs.

Hann segir að héðan í frá verði ekki leyfilegt fyrir meðlimi kirkjunnar að kalla sig eða hver annan Mormóna. Þá eru þeir sem standa utan kirkjunnar beðnir um að virða þetta og hætta alfarið að nota orðið Mormóni. Engu að síður mun heilög ritning kirkjunnar áfram ganga undir nafninu Mormónsbók.

Þeir sem freistast til að reyna að stytta nafni Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu eru einnig áminntir í tilkynningu kirkjunnar.

Margir vestanhafs tala um LDS í daglegu tali, sem er stytting á enska heitinu The Church of Jesus Christ of Latter-day Saints. Það er nú einnig bannað með öllu, enda ekki Guði þóknanlegt.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×