Framleiða um eitt kíló frjósemislyfs úr tugum tonna hryssublóðs Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. ágúst 2018 21:00 Undanfarin misseri hefur eftirspurn eftir frjósemislyfi, sem framleitt er hér á landi úr hryssublóði, farið ört vaxandi. Í sölu á hryssublóði felast tekjumöguleikar fyrir bændur og hrossaræktendur til að mæta lakari afkomu á öðrum sviðum búrekstrar að sögn framkvæmdastjóra Ísteka. Um árabil hefur fyrirtækið Ísteka framleitt frjósemislyf, einkum notuð í svína- og nautgriparækt, sem unnið er úr hormóni sem fæst úr blóði fylfullra hryssa. Undanfarin misseri hefur hefur eftirspurn eftir lyfinu aukist jafnt og þétt að sögn framkvæmdastjóra fyrirtækisins. „Okkar aðal pródúkt er frjósemishormón sem við vinnum úr blóði fylfullra hryssa og seljum svo á erlenda markaði til stórra dýralyfjafyrirtækja úti í heimi,“ segir Arnþór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Ísteka. Fyrirtækið starfar samkvæmt leyfi Lyfjastofnunar og kaupir blóð af bændum og hrossaræktendum sem tilkynnt hafa um starfsemina til Matvælastofnunar. Varan er framleidd árlega úr tugum tonna hryssublóðs sem duga í framleiðslu um eins kílós af fullunni vöru. „Við höfum náð að auka framleiðslu okkar á hverju einasta ári núna sem er gott, markaðurinn er fyrir hendi og við viljum framleiða meira og raunar höfum við verið að hvetja bændur til þess, nýja bændur að koma inn og gamla bændur að stækka,“ segir Arnþór. Arnþór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Ísteka.Vísir/Elín Hann segir einkum tvo þætti skýra þá aukningu sem verið hefur að undanförnu. „Nú er staðan þannig að Ísteka hefur verið að bæta mikið við verð og á hverju ári alla veganna seinustu 10 ár eins og ég man. Og á móti því miður hafa aðrar afurðir bænda lækkað í verði þannig að margir hafa þá gripið þennan möguleika.“ Blóðtakan fer fram að hausti og fást úr hverri fylfullri hryssu að jafnaði fimm lítrar í hverri blóðtöku. Blóðið er tekið úr bláæð á hálsi hryssunnar að undangenginni staðdeifingu. Folöldunum sem hryssan gengur með er svo í flestum tilfellum slátrað líkt og í öðrum búrekstri. „Hver hryssa er að meðaltali, ef við myndum mæla þetta í folöldum eins og við gerum stundum, folöldum í sláturhús, þá er hver hryssa að gefa kannski tvö folöld aukalega með því að vera í blóðsöfnun, aukalega við það sem hún hefði gert hefði hún bara verið í folaldaframleiðslu fyrir kjötframleiðslu,“ segir Arnþór. Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Undanfarin misseri hefur eftirspurn eftir frjósemislyfi, sem framleitt er hér á landi úr hryssublóði, farið ört vaxandi. Í sölu á hryssublóði felast tekjumöguleikar fyrir bændur og hrossaræktendur til að mæta lakari afkomu á öðrum sviðum búrekstrar að sögn framkvæmdastjóra Ísteka. Um árabil hefur fyrirtækið Ísteka framleitt frjósemislyf, einkum notuð í svína- og nautgriparækt, sem unnið er úr hormóni sem fæst úr blóði fylfullra hryssa. Undanfarin misseri hefur hefur eftirspurn eftir lyfinu aukist jafnt og þétt að sögn framkvæmdastjóra fyrirtækisins. „Okkar aðal pródúkt er frjósemishormón sem við vinnum úr blóði fylfullra hryssa og seljum svo á erlenda markaði til stórra dýralyfjafyrirtækja úti í heimi,“ segir Arnþór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Ísteka. Fyrirtækið starfar samkvæmt leyfi Lyfjastofnunar og kaupir blóð af bændum og hrossaræktendum sem tilkynnt hafa um starfsemina til Matvælastofnunar. Varan er framleidd árlega úr tugum tonna hryssublóðs sem duga í framleiðslu um eins kílós af fullunni vöru. „Við höfum náð að auka framleiðslu okkar á hverju einasta ári núna sem er gott, markaðurinn er fyrir hendi og við viljum framleiða meira og raunar höfum við verið að hvetja bændur til þess, nýja bændur að koma inn og gamla bændur að stækka,“ segir Arnþór. Arnþór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Ísteka.Vísir/Elín Hann segir einkum tvo þætti skýra þá aukningu sem verið hefur að undanförnu. „Nú er staðan þannig að Ísteka hefur verið að bæta mikið við verð og á hverju ári alla veganna seinustu 10 ár eins og ég man. Og á móti því miður hafa aðrar afurðir bænda lækkað í verði þannig að margir hafa þá gripið þennan möguleika.“ Blóðtakan fer fram að hausti og fást úr hverri fylfullri hryssu að jafnaði fimm lítrar í hverri blóðtöku. Blóðið er tekið úr bláæð á hálsi hryssunnar að undangenginni staðdeifingu. Folöldunum sem hryssan gengur með er svo í flestum tilfellum slátrað líkt og í öðrum búrekstri. „Hver hryssa er að meðaltali, ef við myndum mæla þetta í folöldum eins og við gerum stundum, folöldum í sláturhús, þá er hver hryssa að gefa kannski tvö folöld aukalega með því að vera í blóðsöfnun, aukalega við það sem hún hefði gert hefði hún bara verið í folaldaframleiðslu fyrir kjötframleiðslu,“ segir Arnþór.
Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira