Enski boltinn

Lukaku, Jones og Rashford koma fyrr til baka úr sumarfríi

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Mourinho getur verið sáttur með þessi tíðindi.
Mourinho getur verið sáttur með þessi tíðindi. vísir/getty
Romelu Lukaku, Marcus Rashford og Phil Jones hafa allir snúið til baka úr sumarfríi og hefja æfingar með Man Utd á nýjan leik þegar liðið mætir til Englands eftir æfingaferð sína í Bandaríkjunum.

Bandaríkjaferðinni lauk með 2-1 sigri á Real Madrid í nótt og hélt hópurinn beina leið í flug heim til Manchester borgar í kjölfarið.

Man Utd heimsækir Bayern Munchen í æfingaleik næstkomandi sunnudag og er það síðasti æfingaleikur liðsins áður en átökin í ensku úrvalsdeildinni hefjast. Man Utd fær Leicester í heimsókn í opnunarleik deildarinnar föstudaginn 10.ágúst næstkomandi.

„Framlag leikmanna minna er algjörlega frábært en við þurfum að leggja okkur enn meira fram á næstu dögum. Við förum til Munchen og svo hefst úrvalsdeildin eftir níu daga,“ sagði Mourinho eftir leik næturinnar áður en hann tilkynnti um ákvörðun þremenninganna.

„Þetta eru leikmennirnir sem við höfum auk Lindelöf sem byrjaði að æfa með okkur fyrir tveimur dögum. Þá hafa Rashford, Jones og Lukaku ákveðið að stytta sumarfrí sitt um þrjá daga. Það gefur hópnum og liðinu mikið að þeir skuli fórna hluta af fríinu sínu,“ sagði Mourinho.


Tengdar fréttir

Mourinho neitar að tala um möguleika United á titlum

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, virðist ekki vera neitt sérstaklega bjartsýnn á komandi tímabil ef marka má orð hans á blaðamannafundum í æfingaferð liðsins í Bandaríkjunum.

Mourinho: Ég hefði ekki borgað fyrir þetta

José Mourinho, stjóri Manchester United, sagði á fréttamannafundi eftir 4-1 tapið gegn Liverpool að hann myndi ekki borga aðgangsmiða til þess að horfa á United spila.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×