Tónlist

Drake á toppnum fimmtu vikuna í röð

Bergþór Másson skrifar
Drake, sem er mikill tennisáhugamaður, á Wimbledon.
Drake, sem er mikill tennisáhugamaður, á Wimbledon. Vísir/Getty

Kanadíski rapparinn Drake gaf út plötuna Scorpion 29. júní síðastliðinn. Síðan þá hefur platan vermt efsta sæti lista Billboard yfir söluhæstu plötur heims í heilar fimm vikur.

Scorpion hlaut góðar móttökur aðdáenda og gagnrýnenda. Platan hefur selst í milljónum eintaka og slegið ótal sölumet.

Sjá einnig: Drake slær sölumet og Michael Jackson hjálpar frá gröfinni

Síðasta plata til þess að toppa lista Billboard fimm vikur í röð var einmitt síðasta plata Drake, Views, sem kom út árið 2016 og eyddi hún níu vikum á toppi listans.

Hér að neðan má sjá nýútgefið tónlistarmyndband Drake við lagið In My Feelings, sem hefur komið af stað nýju æði sem felst í því að stökkva úr bíl á ferð til að dansa við lagið.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.