Íslenski boltinn

Grindavík samdi við finnskan bakvörð

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Grindvíkingar á góðri stundu.
Grindvíkingar á góðri stundu. Vísir/Hanna
Grindvíkingar hafa samið við Elias Alexander Tamburini um að spila með félaginu í Pepsi deild karla.

Elias er 23 ára vinstri bakvörður sem kemur frá Finnlandi. Hann á landsleiki fyrir bæði U17 og U19 ára landslið Finnlands.

Leikmaðurinn hefur æft með Grindvíkingum síðan í maí en hann kom til Grindavíkur frá Bandaríkjunum þar sem hann var í námi með Jóni Ingasyni, leikmanni Grindavíkur.

Eftir góða byrjun á sumrinu hefur gengi Grindvíkinga dalað síðustu vikur og þeir hafa tapað síðustu þremur leikjum sínum. Grindavík er í sjöunda sæti með 17 stig eftir 12 umferðir. Þeir eiga næst leik á mánudagskvöld, suðurnesjaslag gegn Keflavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×