Enski boltinn

Framherji Watford að taka við Gylfa sem dýrasti leikmaður í sögu Everton?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Richarlison í leik með Watford.
Richarlison í leik með Watford. vísir/getty
Everton er við það að ganga frá kaupum á framherjanum Richarlison frá Watford en hann gæti orðið dýrasti leikmaður í sögu félagsins.

Marco Silva tók við stjórastöðunni hjá Everton í sumar en hann og Richarlison unnu saman hjá Watford á síðasta tímabili.

Þessi 21 ára gamli framherji skrifaði undir fimm ára samning síðasta sumar er hann gekk í raðir Watford frá Fluminense í Brasilíu. Hann er nú við keppni á HM U20.

Hann skoraði einungis fimm mörk á síðasta tímabili en vakti athygli fyrir hraða sinn og kraft, eitthvað sem Everton sárvantar. Hann spilaði sem einn af þremur fremstu mönnum Watford á síðasta tímabili.

Gylfi Þór Sigurðsson, okkar maður, er dýrasti leikmaður í sögu everton en hann var keyptur á um 40 milljónir punda á síðustu leiktíð frá Swansea.

Nú gæti farið svo að Richarlison verði sá dýrasti því talað er um að verðmiðinn á honum sé allt að 50 milljónir punda. Það gæti gert Gylfa að næst dýrasti leikmanni í sögu Everton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×