Fótbolti

Blaðamaður Daily Mirror segir þrjú ensk félög vilja Viðar Örn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Viðar í leik með Maccabi á dögunum.
Viðar í leik með Maccabi á dögunum. vísir/getty
David Anderson, blaðamaður Daily Mirror á Englandi, segir að félög á Englandi séu áhugasöm um framherjann Viðar Örn Kjartansson.

Viðar Örn er á mála hjá Maccabi Tel Aviv í Ísrael og var einmitt í byrjunarliðinu í gær er liðið komst áfram í næstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar.

David segir að B-deildarliðin Middlesbrough, West Brom og QPR séu öll á höttunum eftir framherjanum. Kaupverðið sé rúmar þrjár milljónir punda.

David bendir á að Steve McClaren, núverandi stjóri QPR, hafi unnið saman hjá Maccabi en McClaren var yfirmaður knattspyrnumála þar í hálft ár. Það gæti hjálpað Viðari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×