Innlent

Tíu og átján ára stúlkur látnar eftir árás í Toronto

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Tvær ungar stúlkur létust í skotárás í Toronto í gærkvöldi. Ein lést á vettvangi og önnur á sjúkrahúsi í morgunsárið. Þær voru átján og tíu ára gamlar. 

Árásin átti sér stað klukkan tvö í nótt að íslenskum tíma í gríska hverfinu í Toronto. Fjöldi fólks sat að snæðingi við veitingastaði götunnar þegar maður vopnaður skammbyssu hóf skothríð.

Árásarmaðurinn féll þá í skotbardaga við lögreglu en ekki er ljóst hvort lögreglumenn hafi hæft hann eða hvort hann hafi fallið fyrir eigin hendi. Þrettán eru særð og eru þau á aldrinum 10 til 59 ára. Ýmist eru sár þeirra léttvæg og alvarleg. 

Borgarstjórn Toronto fundaði í morgun vegna málsins og kenndi John Tory borgarstjóri borgarinnar því um hversu auðvelt er að nálgast skotvopn.

„Það eru of margir sem bera byssur í borginni og fylkinu okkar sem ættu ekki að fá að bera þær,“ sagði hann. „Ég hef spurt þeirrar spurningar áður afhverju ætti nokkur manneskja að þurfa að kaupa tíu til tuttugu byssur en núverandi lagaumgjörð heimilar það. Það leiðir að annarri spurningu sem þarf að ræða: Af hverju þarf nokkur manneskja í þessari borg að eiga byssu yfir höfuð.“

Það eina sem er vitað um árásarmanninn er að hann var 29 ára gamall en lögregla rannsakar hver hvatinn að baki árásinni gæti hafa verið og útilokar ekki hryðjuverk.

Ekki er langt síðan að Alek Menassian framdi hryðjuverk í borginni þegar hann ók sendiferðabíl niður fjölfarna götu og banaði þannig tíu manns í apríl á þessu ári.


Tengdar fréttir

Viljaverk og mögulega hryðjuverk

Kanadíska lögreglan yfirheyrir nú ökumann sendiferðabifreiðarinnar sem ók í gegnum mannþröng á götum Toronto í gær. Tíu eru látnir og fimmtán liggja sárir á sjúkrahúsi eftir að hafa orðið fyrir bílnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×