Handbolti

Íslensku stelpurnar úr leik eftir tap gegn Norðmönnum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
U20 ára stelpurnar okkar hafa staðið sig vel á mótinu en urðu að sætta sig við tap í dag
U20 ára stelpurnar okkar hafa staðið sig vel á mótinu en urðu að sætta sig við tap í dag mynd/hsí
Íslenska kvennalandsliðið í handholta skipað leikmönnum 20 ára og yngri er úr leik á HM U20 í Ungverjalandi eftir tap gegn Norðmönnum í 16-liða úrslitunum. 

Íslensku stelpurnar byrjuðu leikinn betur og voru 7-4 yfir þegar 10. mínútur voru liðnar af leiknum. Þær norsku komust hins vegar inn í leikinn og í hálfleik var allt jafnt 15-15.

Í seinni hálfleik sigu þær norsku hægt og rólega fram úr og svo fór að lokum að Noregur vann fimm marka sigur 30-35.

Mótinu er þó ekki alveg lokið hjá stelpunum, þær spila um sæti á morgun. Hvaða sæti er þó enn ekki ljóst, það fer eftir úrslitum annara leikja í kvöld.



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×