Innlent

Þyrla Landhelgisgæslunnar sækir slasaða konu við Skógafoss

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar var á níunda tímanum í kvöld kölluð út vegna konu sem hafði slasast við skógafoss í Rangárþingi eystra.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var á níunda tímanum í kvöld kölluð út vegna konu sem hafði slasast við skógafoss í Rangárþingi eystra. Vísir/Vilhelm
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF - GNÁ var á níunda tímanum í kvöld kölluð út vegna konu sem hafði slasast við Skógafoss í Rangárþingi eystra. Þyrlan tók á loft klukkan 11 mínútur yfir níu. Þetta segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar.

Ekki er vitað um líðan konunnar henni var komið á Landspítalann til aðhlynningar laust eftir klukkan ellefu.

Þriðja útkallið í dag

Þetta er í þriðja sinn í dag sem óskað er eftir aðstoð frá Landhelgisgæslunni en auk þess að sinna útkallinu vegna konunnar voru tveir örmagna göngugarpar við Langasjó sóttir og hífðir um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar. Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF tók þátt í björgunaraðgerðunum og aðstoðaði þyrluáhöfn TF-GNÁ með því að athuga með skýjahæð og fjarskipti.

Áhöfnin á TF-SIF tók þessa mynd af bátnum úr gæslumyndavél úr lofti.Landhelgisgæslan
Þá var Landhelgisgæslan í umfangsmiklum aðgerðum á þriðja tímanum í dag vegna báts sem sökk á Héraðsflóa skammt frá Vopnafirði. Skipverja sem var um borð í bátnum var bjargað og honum komið í öruggt skjól í TF-SÝN. Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF var við eftirlit í dag og tók þátt í aðgerðunum í Héraðsflóa en flugvélin var send þangað ef leita þyrfti skipverja bátsins.

Uppfært kl. 23.30 með nánari upplýsingum um björgunaraðgerðir.


Tengdar fréttir

Leitinni að hvítabirninum lokið

Lögreglan vill árétta við fólk á svæðinu að ef að það verður vart við dýrið þá skal hafa samband við 112.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×