Handbolti

Stjarnan semur við tvo margfalda Íslandsmeistara

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Á myndinni handsalar Inga Steinunn Björgvinsdóttir formaður mfl.ráðs kvenna samninga við þær Laufeyju Ástu og Elísabetu.
Á myndinni handsalar Inga Steinunn Björgvinsdóttir formaður mfl.ráðs kvenna samninga við þær Laufeyju Ástu og Elísabetu. Mynd/Stjarnan
Kvennalið Stjörnunnar í Olís deildinni í handbolta hefur fengið góðan liðstyrk fyrir komandi vetur. Þær Elísabet Gunnarsdóttir og Laufey Ásta Guðmundsdóttir hafa báðar samið við Garðabæjarliðið.

Elísabet og Laufey Ásta gerðu báðar tveggja ára samning vi Stjörnuna. Elísabet kemur frá Fram en Laufey Ásta frá Gróttu sem féll úr deildinni í vor. Laufey Ásta var þó ekki með á síðasta tímabili því hún er að koma úr barneignarleyfi

Sjá einnig:Breytingarnar á liðunum í Olís-deildunum

Elísabet Gunnarsdóttir er 33 ára línumaður sem er einn reyndasti leikmaður deildarinnar. Hún skoraði 83 mörk í deildarkeppninni með Fram á síðustu leiktíð og 11 mörk í úrslitakeppninni. Hún fékk minna að spila eftir að Steinunn Björnsdóttir kom til baka úr barnsburðarleyfi.

Laufey Ásta Guðmundsdóttir er 29 ára skytta sem var fyrirliði Gróttuliðsins áður en hún varð ófrísk. Þegar hún lék síðast í deildinni tímabilið 2016-17 þá var hún með 72 mörk í 20 leikjum með Gróttu.

Báðar hafa þær Elísabet og Laufey unnið tvo Íslandsmeistaratitla með liðum sínum á síðustu fjórum árum. Elísabet Gunnarsdóttir varð Íslandsmeistari með Fram síðustu tvö tímabil og þar á undan varð Laufey Ásta Guðmundsdóttir Íslandsmeistari með Gróttu tvö ár í röð.

Elísabet Gunnarsdóttir lék á árum áður með Stjörnunni og var með í síðasta Íslandsmeistaralið félagsins árið 2009.

Stjarnan hafði áður samið við Guðrúnu Ósk Maríasdóttur, markvörð Íslandsmeistara Fram þannig en liðið mætir með nýjan þjálfara næsta vetur en Sebastian Alexandersson er tekinn við liðinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×